Bókasafn Háskólans á Hólum er í uppbyggingu og er markmiðið að það verði bókasafn og fræðamiðstöð á sérsviðum Háskólans á Hólum sem eru ferðamál, fiskeldi, fiskalíffræði og hestafræði.
Bókasafnið er á annarri hæð í viðbyggingu við aðalbyggingu, fyrir ofan íþróttasal skólans. Aðstaða safnsins er á einni hæð en frá bókasafni er gengið upp í ris, þar sem er tölvuver fyrir nemendur.
Hluti safnkostsins er hýstur í Verinu á Sauðárkróki.
Samkvæmt samningi við Háskólann á Akureyri annast bókasafnsfræðingar HA þjónustu við nemendur og starfsfólk Háskólans á Hólum. Að öðru jöfnu er bókasafnsfræðingur til viðtals á bókasafninu tvo daga í mánuði og eru dagsetningarnar auglýstar á innri vef skólans. Aðra daga má hafa samband á netfangið bsha@unak.is eða hringja í síma 460 8050, á afgreiðslutíma bókasafns HA.
Daglega umsýslu og afgreiðslu bókasafnsins annast Sigurlaug Stefánsdóttir, á þjónustuborði skólans.