Bókasafn | Háskólinn á Hólum

Bókasafn

Bókasafn Háskólans á HólumBókasafn Háskólans á Hólum er í uppbyggingu og er markmiðið að það verði bókasafn og fræðamiðstöð á sérsviðum Háskólans á Hólum sem eru ferðamál, fiskeldi, fiskalíffræði og hestafræði.

Bókasafnið er á annarri hæð í viðbyggingu við aðalbyggingu, fyrir ofan íþróttasal skólans. Aðstaða safnsins er á einni hæð en frá bókasafni er gengið upp í ris, þar sem er tölvuver fyrir nemendur.

Hluti safnkostsins er hýstur í Verinu á Sauðárkróki.

 

Safnkosturinn er skráður í Gegni og aðgengilegur á leitir.is. Á leitir.is eru tenglar við rafrænar útgáfur þegar þær eru fyrir hendi.
 
Aðgangur að margvíslegu rafrænu efni, svo sem gagnasöfnum, rafrænum tímaritum og rafrænum bókum, er í gengum landsaðgang á vefnum hvar.is sem þýðir að mögulegt er að leita í því frá öllum tölvum á landinu sem eru tengdar íslenskum netveitum. Tímaritaskrá A-Ö á vef hvar.is veitir aðgang að öllum rafrænum tímaritum sem eru í landsaðgangi auk fjölda tímarita í opnum aðgangi á Netinu.
 
Bókasafnið er aðili að Skemmunni, rafrænu gagnasafni fyrir lokaverkefni og rannsóknarrit kennara og fræðimanna háskólanna. Lokaverkefni nemenda eru vistuð þar síðan 2012 og er aðgangur opinn að þeim flestum á skemman.is.

 

Samkvæmt samningi við Háskólann á Akureyri annast bókasafnsfræðingar HA þjónustu við nemendur og starfsfólk Háskólans á Hólum. Hægt er að hafa samband á netfangið  bsha@unak.is eða hringja í síma 460 8050, á afgreiðslutíma bókasafns HA.
Daglega umsýslu og afgreiðslu bókasafnsins annast Jónheiður Sigurðardóttir á þjónustuborði skólans.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is