Einingamat og einkunnir | Háskólinn á Hólum

Einingamat og einkunnir

Allt nám við Háskólann á Hólum er metið til ECTS-eininga, þar sem ECTS stendur fyrir European Credit Transfer System. Hver ECTS-eining stendur fyrir 20 - 30 vinnustundir.
Fullt nám í eina önn telst vera 30 ECTS. 

Lokaeinkunnir í námskeiðum eru gefnar í heilum og hálfum tölum á skalanum 0 til 10. Til að standast próf þarf að ná einkunninni 5 eða hærra.*

Aðaleinkunn er vegið meðaltal allra einkunna til lokaprófs og reiknast hún með tveimur aukastöfum. Ágætiseinkunn er 9,00 - 10,00 fyrsta einkunn er 7,25 - 8,99, önnur einkunn er 6,00 - 7,24 og þriðja einkunn er 5,00 - 5,99.

 

* Sé lokaeinkunn í námskeiði sett saman úr tveimur eða fleiri tölulegum einkunnum fyrir námskeiðshluta, skulu slíkar einkunnir gefnar í tölum á bilinu 0,0 - 10,0 - þ.e. með einum aukastaf. Sé tilgreint í kennslu-/námsmatsáætlun að standast þurfi einstaka námskeiðshluta, er lágmarkseinkunnin 5,0. 

Sjá nánar í námsreglum skólans.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is