Ferðaþjónustan á Hólum býður upp á gistingu fyrir fjarnema sem koma heim í Hóla í staðbundnar lotur. Séstök verðskrá gildir fyrir þá.
Mötuneytið er einnig opið fjarnemum.
Sjá vefsvæði Ferðaþjónustunnar.
Leið Strætó (nr. 57) milli Reykjavíkur og Akureyrar liggur um Þverárfjall og Skagafjörð, með viðkomu á Sauðárkróki. Veturinn 2013 -2014 er leiðakerfi Strætó tengt við Hóla með leið nr. 85 - sjá nánar hér í áætlun.
Eyjaflug heldur uppi áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Sauðárkróks.
Þjónusta námsráðgjafa og bókasafnsfræðinga stendur fjarnemum til boða, til jafns við staðnema. Best er að nota tölvupóst eða síma.
Staðfestingar á skólavist, t.d. vegna húsaleigubóta, eru gefnar út á þjónustuborði.
Fyrirspurnir eða beiðnir varðandi greiðslu innritunargjalda beinist til gjaldkera.
Starfsmaður kennslusviðs er tengiliður fjarnema varðandi önnur málefni.
Verið ávallt velkomin heim að Hólum.