Gæðakerfi | Háskólinn á Hólum

Gæðakerfi

Háskólinn á Hólum hefur skýr markmið með innra gæðakerfi sínu samkvæmt lögum um háskóla 66/2006 með áorðnum breytingum.

Markmið gæðakerfisins eru:

Að þróa mælikvarða um gæðamál, þannig að þau séu í samræmi við það sem best gerist á hverjum tíma, til að tryggja samkeppnishæfi háskólans og að hann standist alþjóðleg gæðaviðmið um frammistöðu háskóla í kennslu og rannsóknum. Að sama skapi að allar prófgráður sem stofnunin veitir njóti lögbundinna vottana, trausts og viðurkenningar.
Að auka hæfni kennara, stjórnenda og annars starfsfólks á starfstíma þeirra m.a. með því að tryggja þeim aðgang að endurmenntun t.d. í kennslutækni eða stjórnun og/eða með því að tryggja þeim svigrúm til rannsóknaleyfa með hæfilegu millibili.
Að hæfni starfsmanna við ráðningu og framgang uppfylli ýtrustu faglegar kröfur samanber reglur um mat á akademísku hæfi og störf dómnefndar, sem og mat á virkni og árangri í rannsóknum.
Að tryggja sjálfsmat deilda vegna ytra mats, sbr. lög um háskóla nr. 63, 2006.
Að stuðla að skilvirkri, sveigjanlegri og gegnsærri stjórnsýslu sem kappkostar að svara erindum innan tveggja vikna nema reglur kveði á um annað. Að nemendur og starfslið hafi greiðan aðgang að stjórnendum annað hvort á föstum fundum eða í viðtalstímum.
Að þróa upplýsingakerfi háskólans og viðhalda því með útgáfu ársskýrslu og rekstri heimasíðu með aðgengilegum upplýsingum og að upplýsingar um gæðakerfi og niðurstöður gæðamats séu aðgengilegar á vef háskólans.

 

Til að ná markmiðum gæðakerfis háskólans hefur hann beitt eftirfarandi leiðum:

1. Á kennslusviði er umsjón með nemendabókhaldi, veitt aðstoð til deilda við inntöku nemenda og skipulag kennslu, gerð kennsluskrár og veitt aðstoð til kennara.

Gæðaeftirlit innan kennslusviðs skiptist í eftirfarandi þætti:

a) Kennslunefnd ber ábyrgð á gæðastjórnun námsins og ákveður úrbætur eftir því sem þörf gerist í samvinnu við yfirstjórn háskólans.

b) Námsnefndir innan hverrar deildar eru vettvangur umræðu um þróun kennsluskrár, kennsluáætlanna og framvindu námskeiða.

c) Nemendur meta gæði kennslu með formlegum hætti. Það er gert með nafnlausum könnunum. Kennslusvið fer yfir niðurstöður og í samráði við deildarstjóra sér um að gerðar séu viðeigandi úrbætur.

2. Ábyrgð á námskeiðum er vel skilgreind og er í höndum deildarstjóra einstakra deilda, sem stuðlar að gæðum kennslu í samráði við kennslusvið. Deildarstjórar ræða reglulega við kennara námskeiða m.a. um tengsl námsmarkmiða, námsefnis, námsmats og námsárangurs nemenda.

3. Svið framhaldsnáms hefur yfirumsjón með samræmingu framhaldsnáms innan háskólans. Innan sviðsins starfar framhaldsnámsnefnd, sem ber ábyrgð á gæðastjórnun námsins. Framhaldsnámsnefnd sér um inntöku nýrra nemenda, hefur eftirlit með framvindu náms, tilnefnir prófdómara og prófnefndir og sér um tengsl og skipun leiðbeinanda.

Háskólinn á Hólum hefur tekið virkan þátt í störfum Gæðaráðs háskólanna. Háskólinn skuldbindur sig til að uppfylla þá þætti sem koma fram í handbók gæðaráðs háskólanna.

9. Siðareglur Háskólans á Hólum taka til gæðaþátta, m.a. varðandi gæði kennslu, réttindi nema og starfsmanna.

10. Smæð Háskólans á Hólum auðveldar gæðastarf og hefur háskólinn nokkra sérstöðu hvað varðar til dæmis sterk persónuleg tengsl, hvatningu og jákvæða samkeppni innan stofnunarinnar.

11. Árlega tekur deildarstjóri hverrar deildar starfsmannaviðtal við undirmenn sína . Allir starfsmenn stofnunarinnar fá samskonar viðtal við sinn næsta yfirmann.

12. Ráðningarferli akademískra starfsmanna fylgir reglum stjórnsýslunnar og ströngum akademískum reglum.

13. Gerðar hafa verið umhverfisstefna, starfsmannastefna,og jafnréttisáætlun fyrir Háskólann á Hólum.

14. Rekstrarsvið háskólans er í umboði rektors ábyrgt fyrir daglegum rekstri skólans og eftirliti með rekstraráætlunum.

Á næstu 5 árum mun háskólinn fara í gegnum innra og ytra gæðamat sbr handbók Gæðaráðs háskólanna. Háskólinn horfir mikið til þess að niðurstöður þessa geti bætt en frekar starfsemi skólans. Háskólinn telur að samstarfsnet opinbera háskólanna muni enn frekar styðja við gæðastjórnun háskólans.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is