Kennslusvið | Háskólinn á Hólum

Kennslusvið

Kennslusvið
Námsbrautir háskóladeildanna mynda kennslusvið skólans. Rektor skipar sviðsstjóra kennslumála til þriggja ára. Hann hefur yfirumsjón með samræmingu námsbrauta.

Starfsmenn kennslusviðs hafa umsjón með nemendabókhaldi, aðstoða deildir við inntöku nemenda og skipulag kennslu, sjá um gerð kennsluskrár og veita kennurum aðstoð.

Kennslunefnd er skipuð af rektor. Sviðstjóri kennslumála er formaður nefndarinnar.

Kennslunefnd ber ábyrgð á gæðastjórnun námsins  og ákveður úrbætur eftir því sem þörf gerist í samvinnu við yfirstjórn háskólans.

Kennslunefnd fjallar um kennsluskrár fyrir einstakar námsbrautir, mótar reglur um skráningu og eftirlit með framvindu náms, setur meginreglur um inntöku nemenda, námsmat og mat á öðru námi.

Jafnframt fjallar kennslunefnd um málefni sem varða tæknileg atriði í námi og samstarf við aðrar háskólastofnanir. 

Kennslusvið annast einnig umsýslu alþjóðatengsla, svo sem skiptináms og kennaraskipta.

Sviðsstjóri: Hjördís Gísladóttir

Kennslunefnd (2019 - 2020):
Hjördís Gísladóttir, formaður
Mette C. M. Mannseth, fulltrúi Hestafræðideildar
Anna Vilborg Einarsdóttir, fulltrúi Ferðamáladeildar
Camille Anna-Lisa Leblanc, fulltrúi Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar
Sandy Carson, fulltrúi nemenda
Karianne Klovning, f
ulltrúi nemenda

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is