Umsóknir | Háskólinn á Hólum

Umsóknir

 

Umsóknir um grunnnám - smellið hér.

Opið til og með 5. júní 2019.

Ath. að umsóknir eru ekki teknar til afgreiðslu nema þeim fylgi staðfesting um fyrra nám (eða umsækjandi gefi leyfi til að skírteini um stúdentspróf sé sótt beint í Innu). Afrit (á.pdf-sniði) má hengja við umsóknina eða senda til kennslusvid@holar.is. Einnig má senda þau á pappír, og áritunin er þá: 

 
Háskólinn á Hólum
b.t. kennslusviðs
551 Sauðárkrókur.
 
Ath. að ljósmyndir (t.d. .png eða .jpg teknar á síma) af skírteinum eru ekki teknar gildar.
 
Umsækjendur um grunnnám geta fylgst með framvindu umsóknar sinnar á svarsíðunni, með því að nota veflykilinn sem þeir fá í tölvupósti um leið og þeir hafa sent inn umsókn.
 
Innritunargjöld vegna skólaársins 2019 - 2020 eru kr. 75.000, og eru óafturkræf.
 

Upplýsingar fyrir nýnema

 
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
Auk inntökuprófs í reiðmennsku þurfa umsækjendur um nám í Hestafræðideild að skila inn myndbandi af sér á hestbaki - sjá nánar á þessari síðu. Haft verður samband við þá umsækjendur sem teljast uppfylla skilyrði til að verða boðið í inntökupróf í reiðmennsku. Þau verða haldin í lok maí og/eða fyrri hluta júní. Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst. 
 
Erlendir umsækjendur (umsækjendur með erlent móðurmál) í Hestafræðideild þurfa ennfremur að þreyta inntökupróf í íslensku. Þar er fyrst og fremst verið að kanna skilning á töluðu máli.
 
Þeim sem hafa hug á að sækja um meistaranám er bent á að hafa samband við deildarstjóra Ferðamáladeildar eða Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar, eftir því sem við á.  
 
Nánari upplýsingar eru einnig veittar á kennslusviði.
 
 
 
 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is