Anna Lind Björnsdóttir | Háskólinn á Hólum

Anna Lind Björnsdóttir

Ég hóf háskólanám á Hólum og lauk BA gráðu í ferðamálafræði. Að því loknu hélt ég áfram námi og nú er ég í meistaranámi í náttúrutengdri ferðaþjónustu í NMBU við Ås í Noregi.

Námið á Hólum var góður grunnur fyrir meistaranámið og var ég mjög vel búin undir það. Einnig hef ég fengið vinnu hjá stórri ferðaskrifstofu í Osló við að skipuleggja Íslandsferðir.

Ég þakka Hólaskóla fyrir frábært nám og undirbúning, skólinn hefur svo sannarlega skilað mér þeim tækifærum sem ég hef fengið og verð ég honum ævinlega þakklát.

 

Kveðja

Anna Lind Björnsdóttir
meistaranemi í náttúrutengdri ferðaþjónustu
og ferðaskipuleggjandi hjá Tumlare
BA í ferðamálafræði 2014

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is