Athygli vakin á vísindagrein

Í nýlegri frétt á vef Matvælastofnunar er sagt frá birtingu vísindagreinar í hinu virta riti mBio. Í greininni er fjallað um „hestahóstann“ á Íslandi árið 2010, rannsóknir á orsökum hennar og útbreiðslu. Niðurstöður rannsóknanna sýna að það var bakteríusýking, af völdum Streptococcus zooepidemicus, sem olli umræddum faraldri smitandi hósta í íslenska hestastofninum.
 
Aðalhöfundur greinarinnar er dr. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST en starfsstöð Sigríðar er hér heima á Hólum. Fyrsta tilkynningin um grun um smitsjókdóm barst einnig héðan frá Hólum  og veittu starfsmenn Hestafræðideildar Háskólans á Hólum lykilupplýsingar um faraldsfræði sjúkdómsins.
 
Greinina, sem er á ensku, má nálgast hér á vef mBio.
 
Myndin er fengin á vef MAST.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is