BA-ritgerðirnar í höfn

Það var föngulegur hópur átta kvenna sem kom heim að Hólum föstudaginn 5. maí til að kynna lokaverkefni sín til BA-gráðu í ferðamálafræðum. Dagurinn var fallegur vordagur og innandyra ríkti gleði og eftirvænting bæði hjá nemendum og kennurum deildarinnar. Eins og alltaf var efnisvalið fjölbreytt og það endurspeglaðist í kynningunum að nemendur höfðu valið viðfangsefni sem þeir virkilega höfðu áhuga á. Að þessu sinni var val á rannsóknaraðferðum einnig óvanalega fjölbreytt. Eftir kynningarnar voru andmæli og sköpuðust oft líflegar umræður og gjöful skoðanaskipti.
 
Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra nemenda sem kynntu verkefnin sín ásamt titilinum á ritgerðinni þeirra.
 
Fríður Ósk Kjartansdóttir: Ábyrg ferðaþjónusta. Markmiðasetning og framkvæmd fyrirtækja.
 
Guðný Stefánsdóttir: Staldraðu við. Cittaslow á Djúpavogi.
 
Helga Guðný Pálsdóttir:  Selfoss, áningarstaður ferðamanna. Afstaða og aðkoma hins opinbera.
 
Hjördís Garðarsdóttir: Karl með klikkaða hugmynd. Uppbygging Akranesvita sem áfangastaðar.
 
Hrafnhildur Ólafsdóttir: Undirbúningur að Íslandsferð. Upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna.
 
Unnur Hlíðberg Hauksdóttir: Viðhorf sauðfjárbænda til ferðamanna í réttum.
 
Valgerður Káradóttir: Öryggisáætlanir ævintýraferðaþjónustu á Íslandi. Viðhorf stjórnenda fyrirtækja í ævintýraferðaþjónustu.
 
Þyri Kristínardóttir: Geta allir orðið leiðsögumenn?
 
Nemendurnir stóðu sig allir með mikilli prýði og óskum við þeim innilega til hamingju með áfangann.
 
Næsta brautskráning frá Háskólanum á Hólum verður þann 9. júní nk.
 
Bergþóra Aradóttir.
 
Í Biskupagarðinum að loknum BA-ritgerðakynningum vorið 2017
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is