Brautryðjanda sómi sýndur | Háskólinn á Hólum

Brautryðjanda sómi sýndur

Skólastarf á Hólum í Hjaltadal á sér djúpar rætur og saga þess spannar á tíunda hundrað ára. Fyrsti skólinn var prestaskóli, stofnaður 1106. Á síðari hluta 19. aldar brunnu framfaramál í landbúnaði á Skagfirðingum og þann 14. maí 1882 var Búnaðarskólinn á Hólum settur á stofn. Frá árinu 2007 hefur Hólaskóli verið starfræktur sem  Háskólinn á Hólum, einn af fjórum opinberum háskólum á landinu.
 
Fyrsti skólastjóri og kennari við Búnaðarskólann var Jósef J. Björnsson og hafði hann aflað sér búfræðimenntunar erlendis. Jósef stýrði skólanum frá stofndegi til 1888 og síðan aftur 1896-1902. Á sínum tíma var gerð brjóstmynd af honum og stóð hún lengi neðan við Hóladómkirkju,  en að því kom að taka þurfti hana niður vegna fornleifarannsókna, Hólarannsóknarinnar svokölluðu. 
 
Nú hefur brjóstmyndin verið sett á stall á ný og komið fyrir inni í aðalbyggingu Háskólans á Hólum. Rafnkell Jónsson staðarumsjónarmaður á Hólum sá um verkið.
 
Jósef J. Björnsson
   
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is