Breytt tilhögun á nýnemadögum | Háskólinn á Hólum

Breytt tilhögun á nýnemadögum

Á fundi neyðarstjórnar Háskólans á Hólum í morgun, 10. ágúst, var eftirfarandi ákveðið:
 
Nemendur í Hestafræðideild mæti heim að Hólum á áður auglýstum tíma: Nýnemar  mánudaginn 31. ágúst nk.  og nemendur á 2. og 3. ári degi síðar - þann 1. september. Skipulag allrar kennslu staðnema mun taka mið af þeim sóttvarnarreglum sem í gildi verða.
 
Nýnemar í Ferðamáladeild og fiskeldisnámi verða ekki kallaðir heim að Hólum á nýnemadaga. Þess í stað verða haldnir zoom-fundir með einstökum hópum nemenda, samkvæmt síðar auglýstu skipulagi, væntanlega flestir þann 31. ágúst. Nýnemunum hefur verið sendur tölvupóstur þessa efnis.
 
Engar staðbundnar lotur verða haldnar í september (þó kann að vera gerð undantekning vegna verklegra æfinga í tilteknum námskeiðum á 2. og 3. ári í Ferðamáladeild).
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is