Breyttur umsóknarfrestur | Háskólinn á Hólum

Breyttur umsóknarfrestur

Vegna breyttra þjóðfélagsástæðna í tengslum við COVID19 hefur umsóknarfrestur um grunnnám við Ferðamáladeild og Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum verið framlengdur, til 15. júní nk.

Þetta á við um:

Diplómunám í viðburðastjórnun (60 ECTS)

Diplómunám í ferðamálafræði (90 ECTS)

BA-nám í ferðamálafræði (180 ECTS)

BA-nám í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta (180 ECTS)

Diplómunám í fiskeldisfræði (90 ECTS)

Allar ofangreinar námsleiðir eru einvörðungu í boði sem fjarnám með staðbundnum lotum („blandað nám“).

Athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um nám við Hestafræðideild er óbreyttur, til 5. júní nk.
Vegna skipulagningar inntökuprófa eru umsækjendur um nám í reiðmennsku og reiðkennslu hvattir til að sækja um fyrr en seinna.

Sótt er um hér á Hólavefnum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is