Búvísindanemar í heimsókn | Háskólinn á Hólum

Búvísindanemar í heimsókn

Hópur galvaskra nemenda í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands heimsótti Háskólann á Hólum,  í vettvangsferð sinni um Norðurland. Rektor tók á móti nemendunum og veitti þeim innsýn í starf skólans.

Meðal annars var litið við í aðstöðu hestafræðideildar sem og í bleikjukynbótastöðinni, þar sem Einar Svavarsson tók á móti þeim. 

Erla Björk Örnólfsdóttir

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is