Doktor Godfrey Kubiriza

Godfrey Kubiriza frá Úganda varði doktorsritgerð sína frá Háskóla Íslands  15. júní. Heiti ritgerðarinnar er Effects of dietary lipid oxidation on farmed fish (Áhrif þránunar í fóðri á eldisfiska). Godfrey vann doktorsverkefnið undir leiðsögn Helga Thorarensen og Ólafur Sigurgeirsson var í doktorsnefndinni. Sumar af tilraununum að baki doktorsverkefninu voru framkvæmdar í Verinu. 
 
Andmælendur voru prófessor Anders Kiessling frá Sænska Landbúnaðarháskólanum og Þórarinn Sveinsson við Heilbrigðissvið Háskóla Íslands. Vörnin gekk vel. Fyrst hélt Godfrey prýðilegan fyrirlestur um rannsóknir sínar og síðan lögðu andmælendur fyrir hann spurningar úr efni ritgerðarinnar og ræddu um fiskeldi í Austur-Afríku.
 
Godfrey er Hólamönnum að góðu kunnur og hefur tekið virkan þátt í lífinu á Hólum þegar hann hefur verið á staðnum. Godfrey kom fyrst að Hólum haustið 2009, á vegum Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hann hóf doktorsnámið 2011 og hefur síðan þá oft komið að Hólum.
 
Godfrey hefur verið lausráðinn sem  lektor við Makerere háskólann í Kampala, en með doktorsgráðunni fær hann fasta stöðu við skólann. Úganska fánanum var flaggað á Hólum í dag til heiðurs Godfrey og sennilega er það í fyrsta sinn sem úganski fáninn er dreginn að húni í Skagafirði.
 
Helgi Thorarensen. Myndir: Julie Ingham.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is