Doktorsvörn Olivers | Háskólinn á Hólum

Doktorsvörn Olivers

Síðastliðinn mánudag varði dr. Oliver Franklin doktorsritgerð sína „Phenotypic selection of morphology in polymorphic Arctic charr (Salvelinus alpinus)“ við Háskólann í Guelph, Kanada. Verkefnið er samstarfsverkefni við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Skúli Skúlason var í doktorsnefndinni og leiðbeinandi á Íslandi. Aðalleiðbeinandi var Moira Ferguson sem hefur unnið með Fiskeldis- og fiskalíffræðideild um árabil.

Í verkefninu rannsakaði Oliver mikilvægi rjúfandi náttúrlegs vals við þróun afbrigða bleikju í Þingvallavatni og Vatnshlíðarvatni. Hann komst m.a. að því að slíkt val á sér stað og grundvallast á flóknu vistfræðilegu samspili sem tengist bæði sníkjudýrum og afráni. Hér er um nýja og spennadi þekkingu að ræða. Nánari upplýsingar um verkefnið koma fram hér á enska vefnum okkar.

Oliver hefur verið virkur þátttakandi í samstarfi Guelph og Hóla og hann leggur áherslu á að sú reynsla sé honum dýrmæt í þroska hans sem vísindamanns.

2. nóvember 2017, Skúli Skúlason.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is