Erindi Jóns S. Ólafssonar

Þann 10. janúar hélt Jón S. Ólafsson, sérfræðingur í ferskvatnslíffræði á Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna, erindi sem hann nefndi „Líf undir vatnsyfirborðinu - dýr og gróður í ám og vötnum á Íslandi“
 
Þetta erindi Jóns skiptist í þrjá meginhluta: Fyrst fjallaði hann um vatn í víðum skilningi, m.a. í trúarlegu samhengi, aðgengi jarðarbúa að vatni og jafnframt um flóttafólk, stríð og vatn. Annar hluti erindisins snerist um fjölbreytni lífvera í vötnum og þekkingu okkar á lífríki vatna hér á landi. Loks ræddi Jón um mikilvægi þess að miðla fróðleik til alþýðu sem og fræðimanna um líf í vatni. Kynnti hann m.a. gerð bókar um þetta efni en hann hefur unnið að henni undanfarin ár. Bókin verður meðal annars skreytt fallegum ljósmyndum.
 
Auk erindisins hjá Guðbrandsstofnun flutti Jón föstudagsfyrirlesturinn í Verinu, þann 13. janúar. Sá var fluttur á ensku, og yfirskriftin var „How chironomid larvae may modify lake ecosystems“. Þar lýsti Jón rannsóknum sínum á lífríki Mývatns á tíunda áratugi síðustu aldar, og meðfylgjandi mynd, sem er úr einkasafni Jóns, er einmitt frá þeim tíma, tekin á Mývatni á lognkyrrum morgni í lok maí.
 
Jón S. Ólafsson á Mývatni í lok maí, upp úr 1990
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is