Eyrarmótaröðin að hefjast | Háskólinn á Hólum

Eyrarmótaröðin að hefjast

Stúdentafélag Hólaskóla gengst árlega fyrir opinni mótaröð í hestaíþróttum, Eyrarmótaröðinni. Þátttaka í formlegri keppni er mikilvæg æfing fyrir upprennandi atvinnuknapa og með þessari mótaröð, sem er haldin í Þráarhöllinni hér heima á Hólum, gefst nemendum Hestafræðideildar tækifæri til slíks, án þess að þurfa að fara með hestana sína af staðnum, sem er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt.

Þátttaka í mótunum er þó engan veginn bundin við Hólanema og eru gestir boðnir hjartanlega velkomnir. Fyrsta mótið verður haldið föstudaginn 31. janúar nk. og hefst kl.19. Þá verður keppt í fjórgangi V2 (þar sem fegurðartölt kemur í stað yfirferðartölts).

Eyrarmótaröðin er stigakeppni, þar sem keppendur safna stigum fyrir árangur í einstökum mótum. Stigagjöfinni er háttað svo:

  1. sæti - 12 stig
  2. sæti - 10 stig
  3. sæti -  8 stig
  4. sæti -  7 stig
  5. sæti -  6 stig
  6. sæti -  5 stig
  7. sæti -  4 stig
  8. sæti -  3 stig
  9. sæti -  2 stig
10. sæti -  1 stig
 
Hestavöruverslunin Eyri á Sauðarkróki verðlaunar stigahæstu knapana í lok mótaraðarinnar. Önnur fyrirtæki leggja einnig sitt af mörkum til að gera hana sem glæsilegasta, og fjórgangskeppnin 31. janúar verður í boði Baldvins og Þorvaldar.
 
Aðrir keppnisdagar í mótaröðinni eru þessir (með fyrirvara um breytingar af óviðráðanlegum ástæðum):
 
12. febrúar - gæðingafimi
28. febrúar - fimmgangur
  7. mars      - futurity (unghrossakeppni)
13. mars     - tölt 
 
Flest mótin hefjast kl. 19, en annars er um að gera að fylgjast með þessum viðburðum á Facebook, þar sem meðal annars koma fram upplýsingar um skráningarfresti og -gjöld o.s.frv.
 
Verið velkomin heim að Hólum.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is