BA í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta
Þriggja ára nám – 180 ECTS einingar.
Markmið BA- náms í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta er að mennta fólk til forystu í íslenskri ferðaþjónustu. Námið er sérsniðið að íslenskri ferðaþjónustu, með sterka tengingu við leiðandi fyrirtæki í greininni. Nemendur fá bóklegan grunn og verklega þjálfun á meðan á náminu stendur og öðlast þannig góða innsýn inn í fjölbreyttar hliðar gestamóttöku í hinum ýmsu greinum ferðaþjónustunnar. Áhersla er lögð á að þjálfa leiðtoga- og stjórnunarhæfni einstaklingsins. Lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar í ferðaþjónustu.
Kynningarefni - jpg
Kynningarefni - pdf