BA í ferðamálafræði
Þriggja ára nám - 180 ECTS einingar.
Markmið BA-náms í ferðamálafræði er að mennta fólk sem tekur virkan þátt í þróun ferðaþjónustu, getur haft frumkvæði að stofnun ferðaþjónustufyrirtækja og gegnt stjórnunarstörfum á þessu sviði. Námið er auk þess undirbúningur fyrir rannsóknatengt framhaldsnám í ferðamálafræðum. Lögð er áhersla á að hafa hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu. Námið veitir landvarðarréttindi og býr nemendur undir að veita ferðafólki leiðsögn.