Nám | Háskólinn á Hólum

Nám

 
Nám í Ferðamáladeild
Nám í Ferðamáladeild býr nemendur undir störf í ferðaþjónustu og viðburðastjórnun, auk þess sem boðið er upp á framhaldsnám á sviði ferðamálafræða. Í boði er fjölbreytt, hagnýtt og raunhæft nám sem skapar margvísleg atvinnutækifæri að námi loknu.  Mikil áhersla er lögð á virk tengsl við stofnanir og fyrirtæki í ferðaþjónustu, auk samstarfs við menntastofnanir á sambærilegum eða skyldum sviðum, hérlendis og erlendis. 
 
Fjarnám með staðbundnum lotum – blandað nám
Allt nám á diplómastigi, til BA og MA gráðu er nú boðið sem fjarnám með staðbundnum lotum heima á Hólum. Í öllum námskeiðum eru námslotur á staðnum og er áhersla lögð á að nemendur nýti sér þær til fullnustu. Í staðbundnum lotum fer fram kennsla og verkefnavinna, auk vettvangsferða. Í námskeiðum sem tengjast landvarðarréttindum er skyldumæting í námsloturnar. Loturnar eru mikilvægar í þeim tilgangi að skapa tengsl við samnemendur og kennara. Þær tengjast gjarna þeim þáttum náms og kennslu sem erfitt er að ná fram/sinna í fjarnámi. 
 
Annir og stuttannir
Skólaárinu er skipt í þrjár annir, þar af tvær sem fyrst og fremst byggjast á bóklegu námi (haustönn og vorönn). Þessum önnum er síðan skipt í tvær stuttannir hvorri og einstök námskeið ná ýmist yfir önnina alla eða aðra hvora stuttönnina. Á sumarönn er einkum um verknám að ræða.
 
Búseta á Hólum
Þó nám við Ferðamáladeildina sé einvörðungu í boði sem blandað nám (fjarnám með staðbundnum lotum) er ekkert því til fyrirstöðu að nemendur kjósi að búa heima á Hólum, til dæmis á Nemendagörðum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is