Verknámið felst í vinnu nemenda að fylgjast með og rýna í vinnulag, skipulagningu, framkvæmd og eftirvinnslu viðburða.
Einnig að taka þeir þátt í skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd viðburða eins og kostur er.
Nemendur velja verknámsstað í samráði við kennara.
Nemendur halda vinnudagbók þar sem þeir ígrunda reynslu sína og skila greiningum og áætlunum á verknámstímanum. Vinnuskylda og vinnutími er á þeim tíma sem venja er á viðkomandi verknámsstað.
Mögulegt er að fá að skipta verknámi upp í styttri tímabil eftir því hvernig verkefni raðast eða dreifa því á lengri tíma. Um slíkt þarf að semja við umsjónarmann