Ferðamáladeild kynnt á Mannamóti | Háskólinn á Hólum

Ferðamáladeild kynnt á Mannamóti

Ferðamáladeild tók þátt í Mannamóti 2019  sem fram fór í Kórnum í Kópavogi, þann 17. janúar s.l..
Mannamót er árleg ferðasýning eða kaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna, í
samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia. Þarna kynna landsbyggðarfyrirtæki í ferðaþjónustu vöruframboð og þjónustu hvert fyrir öðru og fyrir ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu.
 
Þórir Erlingsson kennari við Ferðamáladeild og Laufey Haraldsdóttir deildarstjóri voru á staðnum, í því skyni að kynna námsframboð og starfsemi deildarinnar. Það vakti athygli þeirra hve margir af núverandi og útskrifuðum nemendum voru þarna sem fulltrúar fyrirtækja og stofnana í ferðaþjónustu víða um land 
og greinilegt er að Hólafólk kemur víða að uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu í öllum landshlutum.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is