Aðstaða til bóklegrar kennslu | Háskólinn á Hólum

Aðstaða til bóklegrar kennslu

 

Aðstaða fiskeldis- og fiskalíffræðideildar

Bókleg kennsla fer að mestu fram í kennslustofum í Verinu
 
Í aðalbyggingu Háskólans á Hólum er bókasafn. Þar eru aðgengileg fagtímarit, um sérsvið skólans, auk þess sem bókasafnið er þátttakandi í verkefni um landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. .  Í Verinu er sá hluti bókasafnsins er snýr að fiskum, fiskeldi og vatnalífi hýstur.
 

Tölvumál: Á nemendagörðum og í húsnæði háskólans á Sauðárkróki jafnt sem á Hólum geta nemendur tengst neti. Vinnuaðstaða og kaffistofur: Á Sauðárkróki er sameiginleg kaffistofa fyrir nemendur og kennara. Í aðalbyggingu á Hólum hafa nemendur sinn samkomustað og kaffistofu. Á bókasafni hefur verið komið upp les- og hópvinnuaðstöðu fyrir nemendur. 

Nemendur í framhaldsnámi fá til afnota skrifborð og bókahillur, þar sem þeir geta unnið á eigin tölvur, auk þess að fá aðgang að allri helstu þjónustu. 
 

Aðstaða til rannsókna er í Verinu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is