Aðstaða til rannsókna | Háskólinn á Hólum

Aðstaða til rannsókna

 

Aðstaða til rannsókna

Aðstaða Háskólans á Hólum til rannsókna á fiskeldi og lífríki sjávar og ferskvatns er mjög góð.
 
Verið á Sauðárkróki
Á Sauðárkróki hefur Háskólinn á Hólum komið upp fullkominni kennslu- og rannsóknaraðstöðu í 1500 m² nýuppgerðu húsi, Verinu. Húsið er í eigu FISK Seafood. Í húsinu er fullkomin rannsóknastofa. Á neðri hæð hússins er fiskeldisstöð sem er sérhönnuð til rannsóknarstarfs og er þar hægt að stýra hitastigi og seltu vatns. Í stöðinni eru 180 þrjátíu lítra ker fyrir smáseiðarannsóknir, 27 eins rúmmetra eldisker, 15 tveggja rúmmetra eldisker, 4 átta rúmmetra eldisker auk klakrenna og margvíslegra fiskabúra til athugunar á atferli fiska.
 
Eldisstöð á Hólum
Á Hólum er eldisstöð, sem nýtt er fyrir kynbætur á bleikju og rannsóknir þeim tengdum. Þar hófust kynbætur á íslenskri eldisbleikju, árið 1992, sem reynst hafa afar árangursríkar. 
 
Náttúrulegt umhverfi
Nálægð við vötn, ár og sjó skiptir máli í starfi deildarinnar. Fjölbreyttar gerðir vatna eru á svæðinu og eru flest þeirra ósnortin. Skólinn hefur yfir að ráða ýmsum útbúnaði til athugunar á villtum stofnum fiska. 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is