Bleikjukynbætur | Háskólinn á Hólum

Bleikjukynbætur

 

Bleikjukynbætur

Háskólinn á Hólum annast bleikjukynbætur samkvæmt samningi við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Samningurinn kveður m.a. á um að Háskólinn á Hólum skuli sjá bleikjuframleiðendum á Íslandi fyrir hrognum úr kynbættum stofni og að ekki sé heimilt að selja hrogn af stofninum úr landi. Kynbæturnar eru fjármagnaðar að hluta til með framlagi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og hins vegar með hrognasölu.
 
Stjórn kynbótaverkefnisins skipa:
Ingimar Jóhannsson f.h. ráðuneytisins
Jón Kjartan Jónsson f.h. Landssambands fiskeldisstöðva
Helgi Thorarensen f.h. Háskólans á Hólum
 
Umsjón með framkvæmd kynbótaverkefnisins hefur Einar Svavarssonar (einsi[hjá]holar.is) ásamt samstarfsmönnum sínum, þeim Guðmundi Björnssyni og Herði Jónssyni. Þorvaldur Árnason prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands sér um kynbótaútreikninga og veitir fræðilega ráðgjöf við kynbæturnar.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is