Forsaga | Háskólinn á Hólum

Forsaga

 

Forsaga

Árið 1989 var hafist handa við undirbúning bleikjukynbóta með því að bera saman vöxt og kynþroskaaldur bleikjustofna úr ýmsum ám og vötnum í mismunandi eldisumhverfi. Til samanburðarins voru notuð afkvæmi villtra foreldra af 12 stofnum og afkvæmi eldisfiska úr Hólalaxi, Hólastofn, sem var samsettur úr nokkrum stofnum úr Húnavatnssýslum. Í stuttu máli voru niðurstöður samanburðarins að mikill breytileiki væri á milli stofna í vexti og hlutfalli kynþroska fiska við tveggja og þriggja ára aldur (Emma Eyþórsdóttir o.fl. 1993).
Árið 1990 var sett upp samanburðartilraun á systkinahópum af einum bleikjustofni til að meta arfgengi og fylgni þunga og kynþroskahlutfalls við mismunandi aldur. Niðurstöður þessarar tilraunar voru að þessir eiginleikar hefðu hátt arfgengi svo vænta mætti góðs árangurs af úrvali fyrir þeim (Einar Svavarsson 1999).
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is