Kynbótamarkmið | Háskólinn á Hólum

Kynbótamarkmið

 

Kynbótamarkmið

Markmið kynbótanna er að rækta hraðvaxta eldisstofn, sem er frjósamur en verður þó ekki kynþroska fyrr en á þriðja hausti frá klaki, nýtir fóður vel, hefur gott viðnám gegn sjúkdómum og gefur hæsta verð á erlendum mörkuðum.
Hingað til hefur megináhersla verið lögð á aukinn vaxtarhraða og seinkun kynþroska. Hins vegar er full ástæða til að skoða hvort velja skuli fyrir fleiri eiginleikum. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að auka holdgæði  og viðnám gegn sjúkdómum með kynbótum. Mat á þessum eiginleikum er gjarnan nokkuð kostnaðarsamt, kallar á sérstakan búnað og aðstöðu. Einnig verður að horfa til þess að þegar bætt er við eiginleikum í úrvalinu þá mun það í flestum tilfellum draga úr framförum fyrir þeim eiginleikum sem hingað til hefur verið lögð áhersla á.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is