Rannsóknarstofa í líffræðilegri fjölbreytni
Háskólinn á Hólum hefur um árabil stundað rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni með það að markmiði að skilja þá þætti sem mynda, móta og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni. Rannsóknirnar tengjast þremur megin stigum líffræðilegrar fjölbreytni:
Innan tegunda - Fjölbreytileiki, atferli, vistfræði og þróun laxfiska og hornsíla
Milli tegunda - Uppruni, fjölbreytileiki og vistfræði grunnvatnsmarflóa
Samfélaga - Fjölbreytileiki í smádýrasamfélögum linda og grunnvatns