Nám við deildina
Námsframboð við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum er fyrst og fremst tvíþætt. Annars vegar eins árs diplómunám í fiskeldisfræði og hins vegar rannsóknatengt meistaranám í sjávar- og vatnalíffræði (sjá nánar hér til hliðar).
Frá og með haustinu 2019 er ennfremur boðið upp á samnorrænt meistaranám í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífrænna sjávarafurða, MAR-BIO
Kennslu- og rannsóknaaðstaða deildarinnar er í Verinu á Sauðárkróki. Aðstaða til rannsókna innan deildarinnar hefur verið byggð upp jafnt og þétt undanfarin ár, jafnframt því sem aukið hefur verið við bókakost á fagsviðum hennar.