Fiskeldis- og fiskalíffræðideildin í Sóknarfærum | Háskólinn á Hólum

Fiskeldis- og fiskalíffræðideildin í Sóknarfærum

Í nýjasta tölublaði Sóknarfæra, sem eru fyrst og fremst vettvangur umfjöllunar um frumkvæði  og fagmennsku í íslenskum sjávarútvegi, er heilsíðugrein um starfsemi Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar Háskólans á Hólum. 
 
Greinin byggist fyrst og fremst á viðtali við  deildarstjórann, Bjarna Kristófers Krisjánsson, og titillinn  er vísun í orð hans: „Mikilvægt að vaxandi uppbygging fiskeldis byggist á þekkingu og sé í sátt við náttúruna“.
 
Gefið er stutt og greinargott yfirlit um starfsemi deildarinnar – rannsóknir og kennslu á sviði fiskeldisfræði, sjávar- og vatnalíffræði og vistfræði. Einnig er drepið á mikilvægi hennar, fyrir nærsamfélagið og fyrir atvinnulífið.
 
Meðal annarra greina í blaðinu má nefna stutta umfjöllun um ræktun Senegalflúru á Reykjanesi, og um starfsemi Fisktækniskóla Íslands í Grindavík, þar sem boðið er upp á framhaldsnámsbraut í fiskeldi. 
 
Sóknarfærum var dreift ókeypis um allt land, þann 18. nóvember sl. og við hvetjum alla til að gefa sér tíma til að kíkja í blaðið áður en því er fórnað í endurvinnsluna.  
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is