Frá fullveldi til framtíðar | Háskólinn á Hólum

Frá fullveldi til framtíðar

Áhrif skólahalds á Hólum í Hjaltadal á samfélagsþróun: Frá fullveldi til framtíðar - Háskólanum á Hólum, 19. – 20. apríl.
 
Ráðstefna Hólamanna, í samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð og Hjalta Pálsson sagnfræðing, um áhrif skólahalds á Hólum í Hjaltadal á samfélagið frá fullveldi til framtíðar verður haldin 19.- 20. apríl. Viðburðurinn er styrktur af Fullveldissjóði, og má sjá stutta samantekt um viðburðinn hér á vef sjóðsins
 
Uppbygging ráðstefnunnar er með þeim hætti að 15 einstaklingum er boðið að halda erindi og flæði dagskrár er frá vægi sögu menntunar og Hóla, til menntunar og samfélags (frá sjónarhóli kennslufræða) til skóla og samfélags út frá sjónarhóli samfélagsáhrifa. Síðari hluti ráðstefnunnar er svo helgaður erindum þar sem Hólamenn ræða gildi námsins frá eigin sjónarhóli og endar á samspili náms og nýsköpunar. Í dagskránni er fulltrúum afmælisárganga  einni fundinn staður til að greina frá minningabrotum og Hólum verða gerð skil í myndum, frá 1918 til dagsins í dag.
Nánari dagskrá má nálgast hér.
 
Gert er ráð fyrir að ráðstefnan hefjist kl. 13:00 þann 19. apríl og henni ljúki á hádegi 20. apríl  Að kvöldi 19. apríl (sumardagsins fyrsta) verður hátíðarkvöldverður með skemmtidagskrá. Veislustjóri verður Gunnar Rögnvaldsson. 
 
Ráðstefnan er öllum opin, og hana má sitja án endurgjalds.
Ráðstefnugestir geta keypt sér veitingar og gistingu á Hólum. Gisting í tveggja manna herbergi kostar 14.000 kr. nóttin en eins manns herbergi er á kr. 10.000, morgunverður innifalinn. Hádegisverður kostar 1.990 kr. og kvöldverður 5.900 kr. Skráning á ráðstefnuna og bókun fyrir mat og gistingu er hjá Ferðaþjónustunni á Hólum  booking@holar.is 
 
Erla Björk Örnólfsdóttir
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is