Fræðsludagur í hestafræðum með dr. Hilary Clayton á Hólum, þann 22. apríl

Einn þekktasti fræðimaður heims á sviði hreyfinga- og þjálfunarfræða, dr. Hilary Clayton, verður með fræðslufund við Háskólann á Hólum  þann 22. apríl nk.  
 
Þema fundarins verður reiðmennskutengt með megináherslu á hreyfingafræði í tengslum við t.d. gangtegundir, líkamsbeitingu, áhrif knapa, hnakka, járninga, méla o.fl. Þetta er kjörið tækifæri til símenntunnar fyrir alla dómara, reiðkennara og þjálfara sem vilja uppfæra sig og fylgjast með því helsta sem er að gerast í reiðmennsku og þjálfunarfræðum.
 
Hilary hefur skrifað fjölda bóka um þjálfun og uppbyggingu hesta og birt hundruð vísinda- og ráðstefnugreina. Meðal bóka sem hún hefur skrifað eru The Dynamic Horse og Conditioning Sport Horses. Enn fremur er hún, ásamt öðrum, höfundur að bókunum Clinical Anatomy of the Horse og Equine Locomotion
 
Dagskrá:
13:00 - 15:00 Fyrirlestrar 
15:00 - 15:30 Kaffihlé og tími fyrir spjall
15:30 - 18:00 Fyrirlestrar og umræður
 
ATH - fundurinn fer fram á ensku.
 
Kostnaður er 10.800 kr (kaffi innifalið) og skal greiddur inn á reikning Háskólans á Hólum að lokinni skráningu.

Takmarkað sætaframboð, vinsamlega skráið ykkur sem fyrst á þessari síðu hér (greiðsluupplýsingar koma fram á skráningarsíðunni). 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is