Fulbright styrkþegi í Verinu

Prófessor Jay Nelson frá Towson háskólanum í Maryland verður hér á landi sem Fulbright styrkþegi næstu sex mánuði og vinnur að rannsóknum í Verinu. Sérsvið hans er fiskalífeðlisfræði og rannsóknaefni hans eru á mörkum lífeðlisfræði, vistfræði og atferlisfræði. 
 
Jay mun vinna í samstarfi við Helga Thorarensen að rannsóknum á bleikjum og skoða aðlaganir bleikju að hita og straumi. Hann mun mæla sundgetu og efnaskiptahraða bleikju við mismunandi hitastig. Niðurstöður þessara rannsókna verða mikilvægt framlag til skilnings á áhrifum loftslagbreytinga á bleikjustofna. Hann hefur þegar haldið fyrirlestur í Verinu um rannsóknir sínar í Bandaríkjunum og hann mun einnig halda fyrirlestur í haust um niðurstöður rannsókna sinna hér á landi.
 
Jay er kvæntur Helgu Baldursdóttur frá Akureyri og talar ágæta íslensku.
 
Helgi Thorarensen
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is