Fulltrúar Ferðamáladeildar í Alta | Háskólinn á Hólum

Fulltrúar Ferðamáladeildar í Alta

Fulltrúar Ferðamáladeildar lögðu sitt af mörkum á 27. Nordic symposium in hospitality and tourism í Alta, Noregi í vikunni.
 
Hér er Guðrún Helgadóttir að flytja fyrirlestur um bleikju og ferðamál á tímum hnattrænnar hlýnunar.  Fyrirlesturinn byggir á samvinnuverkefni Ferðamáladeildar og Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar við starfssystkin við Háskólann í Suðaustur Noregi, í Bø.
 
Auk þess kynntu Anna Vilborg Einarsdóttir og Jessica Faustini Aquino rannsóknaverkefni sín á ráðstefnunni. Annars vegar stóðu þær saman að kynningu  á verkefninu Interpretation, Communication, and Rural Tourism Community Development. 
 
Og hins vegar flutti Anna Vilborg erindi um rannsókn sína á  hlutverki leiðsögumanna og framlagi þeirra til náttúruverndar, The contribution of guides to nature conservation en það fórst fyrir að taka mynd við það tilefni.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is