Fundur um menntun í fiskeldisiðnaði á Íslandi | Háskólinn á Hólum

Fundur um menntun í fiskeldisiðnaði á Íslandi

Háskólinn á Hólum stendur fyrir fundi um menntun í fiskeldi á Íslandi föstudaginn 10. nóvember. Fiskeldi er vaxandi iðnaður á Íslandi og þörfin fyrir starfsfólk, með menntun á hinum ýmsu sviðum, svo sem í verk-, tækni- og líffræðigreinum, eykst stöðugt. Á fundinum verður kynnt og rædd staða og framtíð fiskeldisiðnaðarins á Íslandi, þörfin fyrir starfsfólk og menntun þess og fjallað um hvernig hægt er að gera fiskeldisiðnaðinn að aðlaðandi starfsvettvangi fyrir nemendur.
 
Þátttakendur á ráðstefnunni verða frá hinum ýmsu menntastofnunum á framhaldsskólastigi á landinu, auk Háskólans á Hólum og fagfólks frá Færeyjum og Noregi. Ráðstefnan er ókeypis og opin áhugafólki um málefnið.
 
Í verkefni, fjármögnuðu af fiskeldisfyrirtækinu Arnarlaxi og Vesturbyggð, sem nefnt hefur verið Bláa línan, hefur verið unnið að því að koma á fót námi í fiskeldistækni, með það fyrir augum að taka sveinspróf í fiskeldisiðn. Þetta verður meðal þess sem kynnt verður á fundinum.
 
Bjarni K. Kristjánsson
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is