Gestir frá Ungverjalandi | Háskólinn á Hólum

Gestir frá Ungverjalandi

Um þessar mundir eru á Hólum gestir frá Háskólanum í Szegea í Ungverjalandi. Markmið heimsóknar þeirra er að kynnast skólanum og því námi sem hér er í boði sem og að koma á tengslum milli Háskólans á Hólum og Háskólans í Szegea sem er stærsti háskóli í Ungverjalandi utan Budapest.

Ferðaþjónusta og ferðamennska eru þeir þættir í náminu hér á Hólum sem þeir hafa mestan áhuga á að kynnast en Rannsóknamiðstöð ferðamála kom að skipulagningu dagskrár fyrir heimsóknina. Gestirnir hafa þegar heimsótt Selasetur Íslands á Hvammstanga og munu kynna sér ferðaþjónustu í Skagafirði með áherslu á húsdýr í ferðaþjónustu og skoða aðstöðu Hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Ingibjörg Sigurðardóttir tók á móti gestunum er þeir komu til Hóla. 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is