Guðrún svarar á Vísindavefnum | Háskólinn á Hólum

Guðrún svarar á Vísindavefnum

Flestir þekkja Vísindavefinn, þar sem almenningur getur fengið svör við margs konar spurningum um hin fjölbreyttu viðfanfsefni vísinda, eða - eins og segir á vefnum sjálfum - „allt frá stjörnufræði til handrita og frá sameindalíffræði til sálarfræði“. Umsjónarmenn Vísindavefsins leita gjarna til akademískra starfsmanna háskólanna um að svör við slíkum spurningum, og nú nýverið tók dr. Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir, lektor við Hestafræðideild, að sér að svara tveimur þeirra.

Annars vegar: „Er vitað hversu þungan knapa íslenski hesturinn getur borið með góðu móti?“ 

Og hin spurningin: „Eru allir hestar sem eru albínóar blindir?“

Svör Guðrúnar má lesa með því að smella á spurningarnar sjálfar hér fyrir ofan.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is