Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað? | Háskólinn á Hólum

Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Bologna Reform in Iceland II (BORE II) boða til ráðstefnu í Reykjavík laugardaginn 13. október nk. Á ráðstefnunni verða stærstu hagsmunamál íslenskra stúdenta og gæðamál háskólanna undir smásjánni, og meðal annars munu  erlendir sérfræðingar miðla af þekkingu sinni um aðkomu stúdenta og annarra í gæðastarfi háskólanna og frekari þróun á því.

Um er að ræða einstakt tækifæri til þess að fræðast um stöðu íslenskra stúdenta í dag, viðbragðsáætlanir háskóla við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi, uppbyggingu gæðakerfis háskólanna og stuðningskerfi stúdenta (t.d.  Lánasjóð íslenskra námsmanna), frá sjónarhorni þeirra sjálfra.

Spurt er, hvaða mál brenni mest á stúdentum í dag, og hvers vegna gæðamál háskólanna skipti máli.

Á dagskrá ráðstefnunnar, sem haldin verður í húsnæði Háskólans í Reykjavík, verða jöfnum höndum fyrirlestrar og vinnustofur.

Nánari upplýsingar og skráning hér á vefnum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is