Háskólinn á Hólum á Arctic Circle

Arctic Circle ráðstefnan var haldin í Hörpu um síðastliðna helgi. Þar var margt um manninn, m.a. Ban Kee Moon aðlaritari Sameinuðu þjóðanna og Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands.
 
Háskólinn á Hólum stóð að málstofu í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Háskólann í Nýja-Englandi (University of New England) og Sjávarklasann á Nýja Englandi (New England Ocean Cluster) í Maine.
 
Titill málstofunnar var „Cultivating Trans-Atlantic Ocean Foods Entrepreneurship through International Scientific and Educational Cooperation“. Hópurinn sem stóð að málstofunni hefur orðið til vegna aukins samstarfs milli Íslands og Maine, sem m.a. annars hefur orðið til vegna þess að aðalhöfn Eimskips fyrir Norður Ameríku er nú í Portland í Maine og í kjölfar þess hafa samskipti milli Maine og Íslands aukist á mörgum sviðum, t.d. í gegnum Íslenska sjávarklasann. Háskólarnir sem stóðu að málstofunni og Sjávarklasinn ráðgera að byggja upp meistaranám sem fjalla mun um matvælaframleiðslu á heimskautasvæðunum – fiskeldi, fiskveiðar, vinnslu og markaðssetningu.
 
Í málstofunni var m.a. fjallað um ýmsa möguleika sem skapast vegna skipatenginga milli Norður Noregs, Rússlands, Íslands og Bandaríkjanna. Hlýnun jarðar mun opna svæði sem áður voru hulin ís. Jafnframt mun hærra hitastig sjávar verða til þess að ýmsar tegundir, s.s. þorskur og ýsa, munu flytja sig norður á bóginn, auk þess sem ný tækifæri skapast til fiskeldis á heimskautasvæðunum. Þessar breytingar munu verða til þess að mikilvægi matvælaframleiðslu á heimskautasvæðunum mun líklega aukast í framtíðinni. Í málstofunni var fjallað um þessar breytingar frá ýmsum hliðum.
 
Þeir sem töluðu á málstofunni voru: 
 
Patrick Arnold, CEO, Soli DG: Achieving Full Utilization in the Ocean Economy.
 
Barry Costa-Pierce, Professor, Chair and Director of the Department of Marine Sciences, Marine Science Center, University of New England: New International Programs in Ocean Food Ecosystems.
 
Ögmundur Knútsson, Dean, School of Business and Science, University of Akureyri: Development and Opportunities in North-Atlantic Fish Industry.
 
Helgi Thorarensen, Professor of Aquaculture and Fish Physiology, Holar University College: Future Opportunities and Challenges to Aquaculture in the Arctic.
 
Glenn Page, President/CEO of SustainaMetrix, USA; Developmental Evaluator in Residence, Centre for Environmental Change and Human Resilience, University of Dundee, Scotland: Measuring Progress to Sustainability Through Complexity, Innovation and Learning.
 
Á Arctic Circle
Helgi Thorarensen prófessor við Háskólann á Hólum, Barry Costa-Pierce prófessor við Háskólann á Nýja Englandi og Ögmundur Knútsson prófessor við Háskólann á Akureyri.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is