Háskólinn á Hólum á Vísindavöku Rannís | Háskólinn á Hólum

Háskólinn á Hólum á Vísindavöku Rannís

Háskólinn á Hólum tók þátt í Vísindavöku Rannís sem haldin var föstudaginn 28. september.  Kynntu starfsmenn háskólans þar rannsóknir Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar með áherslu á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni. Efnið var kynnt á lifandi hátt og vakti skoðun á smádýrum og hornsílum hrifningu yngstu gestanna. 
 
Mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni!
Íslensk vötn og ár bjóða upp á margbreytilegar aðstæður fyrir lífverur. Vegna eldvirkni og landreks er t.d. mikið um lindavatn sem hýsir mjög sérstætt lífríki. Vegna þess að Ísland er eyja hafa einungis fáar tegundir numið hér land frá síðustu ísöld. Þessar tegundir hafa óhindrað nýtt sér tækifæri til að aðlagast ólíkum búsvæðum, sem hefur stuðlað að hraðri þróun afbrigða og stofna innan tegunda og jafnvel myndun nýrra tegunda. Þetta kemur skýrt fram í þróun lífs í fersku vatni, ekki síst hjá bleikju og hornsílum. Verndun líffræðilegrar fjölbreytni er lykilatriði í allri umgengni okkar við náttúruna og Háskólinn á Hólum hefur um árabil sinnt rannsóknum á þessu sviði.
 
Erla Björk Örnólfsdóttir
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is