Háskólinn á Hólum aðili að Háskóla norðurslóða | Háskólinn á Hólum

Háskólinn á Hólum aðili að Háskóla norðurslóða

Á 22. ársfundi University of the Arctic – Háskóla norðurslóða – sem haldinn var í Stokkhólmi þann 18.- 20. september síðastliðinn gerðist Háskólinn á Hólinn formlega aðili.  UArctic, eða Háskóli norðurslóða, er samstarfsnet háskóla, rannsóknastofnana og annarra æðri menntastofnana og stofnana sem tengjast menntun og rannsóknum á norðurslóðum.  
 
Markmið UArctic er að koma á og styrkja samstarf og samvinnu þessarra norðurslóðastofnana svo þær geti betur þjónað því hlutverki sínu, stað- og svæðisbundið.  Með samvinnu um menntun, rannsóknir og þróun styrkir UArctic samfélög á norðurslóðum, eykur sjálfbærni þeirra og samtakamátt, innan norðursins og utan. Raddir norðursins standa sterkar sameinaðar á tímum loftslagsbreytinga. 
 
Á ársfundinum voru 11 stofnanir formlega samþykktar sem aðilar að Háskóla norðurslóða.  Í dag eru því 212 háskólar og rannsóknastofnanir aðilar, frá 10 löndum á norðurslóðum - Kanada, Bandaríkjunum, Rússlandi, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi, Noregi ,Svíþjóð, og Finnlandi - auk 29 stofnana frá löndum utan norðurslóða (sjá nánar hér á vef samstarfsnetsins).  
 
Háskólinn á Hólum fagnar þessum tímamótum. Nú þegar hafa borist óskir um samstarf frá háskólum í Kanada og í Noregi.
 
Anna Guðrún Þórhallsdóttir.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is