Háskólinn á Hólum laðaði til sín unga sem aldna á Vísindavöku | Háskólinn á Hólum

Háskólinn á Hólum laðaði til sín unga sem aldna á Vísindavöku

Háskólinn á Hólum tók þátt í Vísindavöku Rannís, sem var haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík, laugardaginn 28. september sl. 
 
Markmið Vísindavöku er að færa vísindin nær almenningi og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Ferðamáladeild og Fiskeldis- og fiskalíffræðideild kynntu rannsóknir á vegum deildanna með fjölbreytilegum og áþreifanlegum hætti. Báðar deildir kynntu rannsóknir sínar á skjám og á veggspjöldum og gestir gátu skoðað hrognkelsi, krabbaflær, bleikjuhrogn og hornsíli, m.m. í víðsjá, og reiðingstorf sem notað var til bygginga og ferðalaga fyrrum. Yngstu gestirnir stóðu í biðröð til að fá að njóta norðurljósasýningar með þrívíddartækni í sýndarveruleikagleraugum, sem Árni Rúnar Hrólfsson, kvikmyndagerðarmaður, hafði unnið. 
 
Mörg hundruð manns komu við í bás Háskólans á Hólum og nutu viðburðarins.
 
Anna Vilborg Einarsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir.
Myndirnar, sem sýna bás Háskólans á Hólum á Vísindavökunni, tók Árni Rúnar Hrólfsson.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is