Háskólinn á Hólum lokaður | Háskólinn á Hólum

Háskólinn á Hólum lokaður

Sem kunnugt er, hefur öllum framhalds- og háskólum á Íslandi verið lokað, þar með Háskólanum á Hólum.

Það felur í sér að allt nám skal fara fram sem fjarnám og þannig verður ekki um neina kennslu að ræða heima á Hólum fram yfir páska í það minnsta. Þetta nær yfir alla kennslu, þar með taldar staðbundnar lotur fjarnema og verklega reiðkennslu í Hestafræðideild, svo eitthvað sé nefnt.

Það er afar misjafnt hvernig þetta kemur við einstakar deildir og námsleiðir, en allir nemendur skólans ættu að hafa fengið tölvupóst í gær (föstudaginn 13. mars), um næstu skref.

Starfsmönnum hefur verið sagt að vinna heima, sé þess nokkur kostur. Þó er rétt að geta þess, að dýrum verður að sjálfsögðu sinnt og að þeirra velferð hugað. Fundum er beint í fjarfundabúnað og heimsóknum hópa aflýst. Sérstakt neyðarteymi hefur verið skipað og það mun sjá til þess að frekari fréttir berist til hlutaðeigandi, verði um slíkt að ræða. 

Reiknað er með að svarað verði í aðalnúmer skólans, 4556300, á skrifstofutíma. Enn fremur er hægt að hafa samband með tölvupósti, á thjonustubord@holar.is eða holaskoli@holar.is. Og eftir sem áður er opið fyrir umsóknir um nám, hér á netinu

Að öðru leyti vísast til ákvarðana og fréttatilkynninga yfirvalda.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is