Heimsókn frá Guelph | Háskólinn á Hólum

Heimsókn frá Guelph

Háskólinn á Hólum hefur um árabil átt gott samstarf við háskólann í Guelph í Kanada, um náms- og starfsmannaskipti og einnig um rannsóknir. Lengst af hafa opinberu  háskólarnir á Íslandi staðið sameiginlega að samstarfinu en einnig hefur Háskólinn á Hólum hlotið styrk frá Erasmus+, ætlaðan til að byggja enn frekar undir samskiptin milli skólanna tveggja.

Þessa dagana er fulltrú frá kanadíska skólanum, prófessor Beren Robinson, staddur hér á landi. Hann hefur notað tímann til að ferðast milli opinberu háskólanna og funda með heimamönnum, með eflingu samstarfsins að leiðarljósi.

En nú styttist í heimferð Berens, og í kveðjuskyni mun hann flytja fyrirlestur í Verinu í fyrramálið, föstudaginn 14. október. Fyrirlesturinn nefnir hann Plasticity and the origins of functional novelty.

Fyrirlesturinn hefst kl. 9 og eru allir velkomnir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is