Heimsókn ráðgjafarnefndar Gæðaráðs íslenskra háskóla

Ráðgjafarnefnd Gæðaráðs íslenskra háskóla heimsótti Háskólann á Hólum nýlega, kynnti sér starfsemina og fundaði. Þetta var afar ánægjulegur viðburður. Ráðgjafarnefndin er skipuð fulltrúum háskólanna, stúdenta, Rannís og mennta- og menningarmálaráðuneytis, og er tengiliður á milli Gæðaráðsins og skólanna.
 
Auk þess að vera Gæðaráði til ráðgjafar um framkvæmd rammaáætlunarinnar um eflingu gæða á sviði æðri menntunar á Íslandi (e. Icelandic Quality Enhancement Framework) er ráðgjafarnefndin samráðsvettvangur háskólanna og gengst fyrir málþingum og fræðslu um gæðamál. 
 
 
Ráðgjafarnefnd Gæðaráðs íslenskra háskóla á Hólum í apríl 2018
 
 
 
 
 
Ráðgjafarnefndin við háskólasteininn,listaverk eftir Kristinn E. Hrafnsson sem var gjöf íslenskra háskóla til Háskólans á Hólum 900 ára afmælinu árið 2006 (á myndina vantar tvo fulltrúa).
 
 
Skúli Skúlason.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is