Heimsókn ráðherra að Hólum | Háskólinn á Hólum

Heimsókn ráðherra að Hólum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sóttu Háskólann á Hólum heim í tilefni af kjördæmadögum. Framkvæmdaráð háskólans átti ánægjulegan fund með þeim um stöðu og starf  skólans.
 
Það er háskólanum heiður að taka á móti ráðamönnum íslensk samfélags og ræða málefni líðandi stundar og framtíðarsýn.  Vel fór á með fundarmönnum á einkar fallegum haustdegi. 
 
Erla Björk Örnólfsdóttir
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is