Hestakostur nemenda | Háskólinn á Hólum

Hestakostur nemenda

 

Hestakostur í verklegu námi við hestafræðideild

Nám í reiðmennsku og reiðkennslu:

1. ár

Á haustönn leggur skólinn nemendum til hross, eins og þurfa þykir.

Á vorönn koma nemendur með eigin nemandahest. Áhersla er lögð á að nemendur vandi valið á hestinum þar sem það getur haft afgerandi áhrif á framfarir í reiðmennsku á námstímanum. Heppilegur aldur er 7-12 vetra. Hesturinn þarf að vera heilbrigður, hraustur og laus við galla s.s. slægð, húslesti, hrekki, kergju eða rokur. Hann þarf að vera vel taminn, þjáll og meðfærilegur með sem allra bestar gangtegundir (skeið ekki kennt), hreinar, skrefmiklar og rúmar. Forðast skal hesta með eina eða fleiri gangtegundir lélegar, þó aðrar séu góðar, mjög spennta hesta eða hesta sem eru slæmir í beisli. Nemandinn skilar myndbandi þar sem hann sýnir hestinn til reiðkennara skólans í upphafi haustannar.

Nánar um nemendahesta fyrir 1. árið.

2. ár

Skólinn sér um að útvega öll hrossin.

3. ár

Nemendur koma með góðan alhliða hest, á 7. - 14. vetri, sem unnið er með á báðum önnum. Hesturinn má ekki hafa verið notaður í lokaprófi í Reiðmennsku og þjálfun keppnishesta I-II áður, né hafa verið í verðlaunasæti á landsvísu með annan knapa. Mælt er með því að þeir hafi annan hest til vara. Í janúar koma nemendur með efnilegt kynbótahross á 5. eða 6. vetri og er unnið með það á vorönn.

Nám í hestafræði

Skólinn útvegar kennsluhross, en nemendur geta þó óskað eftir að koma með sitt eigið.

Tryggingar

Ath. að skólinn tekur enga ábyrgð á nemendahestunum og nemendum er í sjálfsvald sett hvort þeir tryggja sína hesta.

Láns- og leiguhestar

Ef einstakir nemendahestar eru ekki í eigu nemendanna sjálfra, er hvatt til þess að eigendur undirriti staðfestingu á að nemandinn hafi hestinn út námstímabilið. Notast má við þetta eyðublað hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is