Leiðbeinendapróf | Háskólinn á Hólum

Leiðbeinendapróf

 

Diplóma í reiðmennsku og reiðkennslu: Leiðbeinendapróf

Námið er 60 einingar (ECTS) og er kennt í staðnámi við Háskólann á Hólum. Markmið námsins er að nemandinn öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á líffræði hestsins, eðli hans, umhirðu og velferð. Þá er fjallað um sögu hestsins, umfang og gildi hestamennskunnar.  Megináhersla er á grunnreiðmennsku, þjálfun gangtegunda og fyrstu stig reiðkennslu.

Námið samsvarar 1. ári í BS-námi í reiðmennsu og reiðkennslu. Að því loknu verði nemendinn fær um byrjendakennslu í hestamennsku.

Náms- og kennsluskrá.

Umsækjendur þurfa að standast inntökupróf í reiðmennsku.
 
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is