Nám

 

Við hestafræðideild Háskólans á Hólum er boðið upp á tvær mismunandi leiðir til BS-gráðu. Annars vegar BS í reiðmennsku og reiðkennslu, og hins vegar BS í hestafræðum. 

Báðar námsleiðirnar eru byggðar upp af 180 ECTS, sem samsvara þriggja ára fullu námi.

Námsleiðin BS í hestafræði er í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, og er skipulögð þannig að fyrstu tvö árin stundar nemandinn sitt nám á Hvanneyri en hið þriðja og síðasta heima á Hólum.

Samhliða námsleiðinni BS í reiðmennsku og reiðkennslu er boðið upp á þá möguleika að útskrifast með diplómu að loknu einu námsári (leiðbeinendapróf) eða tveimur (tamningapróf).

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is