Tamningar og þjálfun

 
Hólaskóli hefur um árabil átt gott samstarf við ræktendur um allt land, um að senda skólanum hross til tamningar og þjálfunar, sem 2. árs nemar við hestafræðideild annast undir handleiðslu reiðkennara skólans.
 
Síðast var leitað eftir hrossum í vinnuna á haustönn 2018.  Tímabilið stendur frá 31. ágúst (trippin komi á milli kl. 13 og 16) til 15. desember (með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar).
 
Kallað var eftir hrossum í frumtamningu og grunnþjálfun, 31. ágúst til 15. desember:
 
Lokað hefur verið fyrir frekari skráningar á hrossum í þetta verkefni, enda pantanir þegar orðnar fleiri en hægt verður að sinna. Haft verður samband við eigendurna að loknum sumarleyfum, í ágúst.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is