Tamningar og þjálfun | Háskólinn á Hólum

Tamningar og þjálfun

Háskólinn á Hólum hefur um árabil átt gott samstarf við ræktendur um allt land, um að senda skólanum hross til tamningar og þjálfunar. Það eru 2. árs nemar við Hestafræðideild sem takast á við verkefnið, undir handleiðslu reiðkennara skólans.
 
Nú er leitað eftir hrossum í vinnuna á haustönn 2019.  Tímabilið stendur frá 2. september (trippin komi á milli kl. 13 og 16) til 13. desember (með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar).
 
Kallað er eftir hrossum í frumtamningu og síðan grunnþjálfun, 2. september til 13. desember:
 
Frumtamning: Grunnvinna, sem miðar fyrst og fremst að því að gera trippin reiðfær. Samhliða er lögð áhersla á teymingar og aðra vinnu við hendi. 
 
Boðið verður upp á sýningu á trippunum að frumtamningatímabilinu loknu, og verður það nánar auglýst síðar (en reikna má með að það verði í síðari hluta október).
 
Grunnþjálfun: Í grunnþjálfun er megináhersla lögð á að kenna og bæta svörun ábendinga, kenna léttar hliðargangsæfingar sem og samspil ábendinga. Gangsetning er undirbúin, og hafin ef hesturinn er tilbúinn. Unnið er við hendi og hestinum kennt að vinna við langan taum. Í þjálfuninni er lögð áhersla á teymingar á hesti utanhúss og reið á víðavangi, sem og uppbyggingu þreks, jafnvægis og kjarks.
 
Forkröfur: Trippin komi fortamin (a.m.k. bandvön). Þau þurfa að hafa náð góðum þroska. Æskilegt er að þau séu undan 1. verðlauna stóðhestum.  Ekki er tekið við ógeltum folum.
 
Kostnaður - fyrir allt viðkomandi tímabil (ber ekki virðisaukaskatt), er kr. 155.000.
Innifalið: Allt uppihald, auk járninga (ef við á) og ormalyfsgjafar.
 
Þeim sem hafa hug á að koma hrossum að í frumtamningu á áðurnefndu tímabili, er bent á að leggja inn pöntun sem allra fyrst. Pantanir skulu skráðar í þetta eyðublað hér
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is